Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. nóvember 2023 23:44 Novo Nordisk framleiðir meðal annars lyfin Ozempic og Wegovy. EPA Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur skilað hagnaði upp á 62 milljarða danskra króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Það svarar til 1.240 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið seldi lyf fyrir 166 milljarða danskra króna sem er 29 prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Verðmætasta fyrirtæki Evrópu Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri Novo Nordisk, sagði þegar uppgjör 3. ársfjórðungs var birt í vikunni að stjórnendur fyrirtækisins væru mjög sáttir með vöxt fyrirtækisins. Það verður að teljast vægt til orða tekið, því vöxtur fyrirtækisins hefur verið með miklum ólíkindum á síðustu misserum. Fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu og er það metið á um 48 þúsund milljarða íslenskra króna. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um 46% frá ársbyrjun. Tvö lyf gegn offitu ástæða velgengninnar Þessa gríðarlegu velgengni má fyrst og fremst rekja til tveggja lyfja sem notuð eru til að berjast gegn offitu, Ozempic og Wegovy, en fyrrnefnda lyfið var upphaflega þróað sem sykursýkislyf. Talið er að um 650 milljónir jarðarbúa stríði við offitu. Sala þessara lyfja hefur aukist um 157% á þessu ári miðað við söluna í fyrra og nú er svo komið að fyrirtækið annar engan veginn eftirspurn. Þessa sprengingu má að öllu leyti rekja til þess að lyfin fóru á markað í Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. ári, en talið er að 70% Bandaríkjamanna stríði við offitu. Þar keppast menn hver um annan þveran að dásama lyfin á samfélagsmiðlum og lýsa því hvernig þeir nánast skreppa saman eins og lopapeysur í suðuþvotti. Lars Olsen, hagfræðingur Danske Bank segir í samtali við frönsku fréttaveituna AFP að það sé Novo Nordisk einu að þakka að hagvöxtur hafi verið jákvæður í Danmörku á fyrri helmingi þessa árs. Jonas Petersen, sérfræðingu hjá Hagstofu Danmerkur segir að hraður vöxtur Novo Nordisk sé án nokkurrar hliðstæðu í dönsku efnahagslífi, en fyrirtækið fagnar í ár 100 ára afmæli sínu. Danmörk Efnahagsmál Nýsköpun Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur skilað hagnaði upp á 62 milljarða danskra króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Það svarar til 1.240 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið seldi lyf fyrir 166 milljarða danskra króna sem er 29 prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Verðmætasta fyrirtæki Evrópu Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri Novo Nordisk, sagði þegar uppgjör 3. ársfjórðungs var birt í vikunni að stjórnendur fyrirtækisins væru mjög sáttir með vöxt fyrirtækisins. Það verður að teljast vægt til orða tekið, því vöxtur fyrirtækisins hefur verið með miklum ólíkindum á síðustu misserum. Fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu og er það metið á um 48 þúsund milljarða íslenskra króna. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað um 46% frá ársbyrjun. Tvö lyf gegn offitu ástæða velgengninnar Þessa gríðarlegu velgengni má fyrst og fremst rekja til tveggja lyfja sem notuð eru til að berjast gegn offitu, Ozempic og Wegovy, en fyrrnefnda lyfið var upphaflega þróað sem sykursýkislyf. Talið er að um 650 milljónir jarðarbúa stríði við offitu. Sala þessara lyfja hefur aukist um 157% á þessu ári miðað við söluna í fyrra og nú er svo komið að fyrirtækið annar engan veginn eftirspurn. Þessa sprengingu má að öllu leyti rekja til þess að lyfin fóru á markað í Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. ári, en talið er að 70% Bandaríkjamanna stríði við offitu. Þar keppast menn hver um annan þveran að dásama lyfin á samfélagsmiðlum og lýsa því hvernig þeir nánast skreppa saman eins og lopapeysur í suðuþvotti. Lars Olsen, hagfræðingur Danske Bank segir í samtali við frönsku fréttaveituna AFP að það sé Novo Nordisk einu að þakka að hagvöxtur hafi verið jákvæður í Danmörku á fyrri helmingi þessa árs. Jonas Petersen, sérfræðingu hjá Hagstofu Danmerkur segir að hraður vöxtur Novo Nordisk sé án nokkurrar hliðstæðu í dönsku efnahagslífi, en fyrirtækið fagnar í ár 100 ára afmæli sínu.
Danmörk Efnahagsmál Nýsköpun Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira