Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Joelinton gerir sig tilbúinn til að skalla boltann á Anthony Gordon. getty/Stu Forster Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46