Missti nær tvo og hálfan lítra af blóði eftir högg á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Borisa Simanic í leiknum afdrifaríka á móti Suður-Súdan. Getty/Liu Lu Serbneski körfuboltamaðurinn Borisa Simanic komst í hann krappann á heimsmeistaramótinu í körfubolta í haust. Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023 HM 2023 í körfubolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum