Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:00 Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 19 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot þegar Hamar vann sigur á Álftanesi í febrúar. Vísir/Vilhelm Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira