Fram fara þrjár viðureignir og verða þær síðustu á tímabilinu til að vera spilaðar upp í 16 lotusigra, en við taka leikir sem kepptir eru upp í 13 lotusigra.
FH mæta Ten5ion í fyrsta leik kvöldsins, en liðin prýða fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Dusty og Þór keppast um hvort liðið fer inn í pásuna á toppnum en Saga mætir ÍBV í síðasta leik kvöldsins.
Dagskrá kvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports og í spilaranum hér fyrir neðan.