Ten5ion upp í fjórða sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 21:46 Wzrd og Pressi, leikmenn FH og Ten5ion. Ten5ion stökk upp í fjórða sæti Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike með sigri gegn FH í kvöld. FH og Ten5ion mættust á Anubis fyrr í kvöld þar sem FH-ingar hófu leikinn í vörn gegn sókn Ten5ion. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu tvær loturnar en Ten5ion voru fljótir að jafna leikinn, sem var afar jafn framan af. Eftir átta lotur var staðan 4-4 og voru Wzrd og Dezt með flestar fellur fyrir sín lið. Liðin héldust gjörsamlega í hendur fram að hálfleik en það voru Ten5ion sem höfðu forystuna þegar þangað var komið eftir afar jafnan leik. Staðan í hálfleik: 7-8 Sókn FH-inga var lengi að koma sér í gang en staðan var orðin 8-12 eftir tuttugustu lotu. Dezt og Wzrd voru enn fremstir í flokki með 24 fellur hvor. Ten5ion héldu bilinu í FH-inga en minnst varð það 12-13 áður en Ten5ion fundu loks sigurlotur sínar og tóku viðureignina. Lokatölur: 12-16 Ten5ion eru nú komnir með 10 stig og eru því jafnir FH-ingum í 4-5 sæti en Ten5ion eru fyrir ofan FH vegna innbyrðis sigur þeirra í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti
FH og Ten5ion mættust á Anubis fyrr í kvöld þar sem FH-ingar hófu leikinn í vörn gegn sókn Ten5ion. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu tvær loturnar en Ten5ion voru fljótir að jafna leikinn, sem var afar jafn framan af. Eftir átta lotur var staðan 4-4 og voru Wzrd og Dezt með flestar fellur fyrir sín lið. Liðin héldust gjörsamlega í hendur fram að hálfleik en það voru Ten5ion sem höfðu forystuna þegar þangað var komið eftir afar jafnan leik. Staðan í hálfleik: 7-8 Sókn FH-inga var lengi að koma sér í gang en staðan var orðin 8-12 eftir tuttugustu lotu. Dezt og Wzrd voru enn fremstir í flokki með 24 fellur hvor. Ten5ion héldu bilinu í FH-inga en minnst varð það 12-13 áður en Ten5ion fundu loks sigurlotur sínar og tóku viðureignina. Lokatölur: 12-16 Ten5ion eru nú komnir með 10 stig og eru því jafnir FH-ingum í 4-5 sæti en Ten5ion eru fyrir ofan FH vegna innbyrðis sigur þeirra í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti