Liðin höfðu unnið sinn hvorn leikinn og því var um að ræða úrslitaleik hvort þeirra færi áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. Houston hafði betur í fyrsta leiknum en Real Salt Lake jafnað metin síðastliðinn þriðjudag.
Þorleifur Úlfarsson byrjaði á varamannabekknum hjá liði Houston en kom inn á 82. mínútu fyrir markaskorarann Chris Baird. Baird hafði komið Houston í 1-0 á 28. mínútu eiksins en Diego Luna jafnað metin fyrir Real Salt Lake í síðari hálfleiknum.
Goodnight Houston #HoldItDown // Audi #MLSCupPlayoffs pic.twitter.com/2vt5hvykkq
— Major League Soccer (@MLS) November 12, 2023
Í vítakeppninni skoraði Þorleifur úr annarri spyrnu Houston en áðurnefndur Luna klikkaði í þriðju umferðinni. Nelson Quinones gerði slíkt hið sama fyrir Houston Dynamo í fjórðu umferð og því allt í járnum.
Eftir að varamanninum Danny Moskovski brást bogalistin fyrir Real Salt Lake í fimmtu umferðinni var það Griffin Dorsey sem fékk tækifærið til að tryggja Houston sigurinn. Það tókst og lið Houston Dynamo komið í undanúrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn síðan árið 2017.
Nerves of steel.
— Major League Soccer (@MLS) November 12, 2023
The show goes on for @HoustonDynamo in the Audi #MLSCupPlayoffs. pic.twitter.com/MtwZEFf084