Vålerenga tryggði sér titilinn í gær en þá vann liðið sigur á Stabæk 3-1. Leikmenn liðsins þurftu síðan að bíða eftir úrslitum í leik Rosenborg og LSK þar sem Rosenborg þurfti sigur til að halda mótinu lifandi. Það tókst ekki og Ingibjörg og liðsfélagar hennar fögnuðu innilega.
Ingibjörg er uppalin í Grindavík og í færslu á samfélagsmiðlinum X segir hún að sólarhringurinn fyrir leikinn hafi verið erfiður en allir íbúar Grindavíkur þurftu eins og kunnugt er að yfirgefa heimili sín á föstudagskvöld vegna yfirvofandi eldgoss.
„Þetta var fyrir Grindavík og ég vona að allir geti snúið aftur til heimila sinna fljótlega. Ég er mjög stolt af liðinu mínu, við unnum vel fyrir þessu,“ skrifar Ingibjörg en hún er fyrirliði Vålerenga og er að verða meistari með liðinu í annað sinn.
Hard 24 hours seeing my family and hometown have to evacuate. Played today for Grindavik and hope everyone can return to their home soon
— Ingibjörg Sigurðar. (@ingibjorg25) November 11, 2023
Incredibly proud if my team, we worked hard for this! https://t.co/afh8MyA9JX