McIlroy lenti saman við kylfusvein Cantlays, Joe LaCava, í Ryder-bikarnum í síðasta mánuði. McIlroy var ósáttur með þegar LaCava fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega og veifaði meðal annars derhúfu sinni. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani.
„Hér er það sem reitti mig til reiði. Samband okkar Cantlays er ekkert sérstakt. Við eigum ekki margt sameiginlegt og sjáum veröldina á ólíkan hátt,“ sagði McIlroy.
„Þeir reyndu að lægja öldurnar en ég lét þá heyra það. Joe LaCava var fínn gaur þegar hann var kylfusveinn Tigers [Woods] en núna er hann kylfusveinn fyrir það fífl sem hann hefur breyst í. En ég var ekki rétt stilltur.“
McIlroy og félagar í evrópska liðinu unnu það bandaríska örugglega í Ryder-bikarnum, 16 1/2-11 1/2.