Hvernig kemst Ísland inn á EM í fótbolta á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 07:30 Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu með hlutina á hreinu. Þrjú stig á móti Slóvakíu. Það er það eina sem dugar. Vísir/Hulda Margré Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn tölfræðilega möguleika á því að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira