Beta kvaddi: „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 09:01 Elísabet Gunnarsdóttir hefur átt magnaðan tíma sem þjálfari Kristianstad liðsins. @kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt liði Kristianstad í síðasta sinn en það gerði hún í lokaumferð sænsku deildarinnar um síðustu helgi. Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira