Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöfulgang og Åge vill Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 19:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta Getty/Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síðkastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar. Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli á næstu dögum og þarf sigur úr báðum leikjum, sem og að treysta á önnur hagstæð úrslit til að EM sætið raungerist í gegnum undankeppnina. „Staðan er fín. Ég er bara æfa og eins og þið vitið hef ég ekki verið að spila upp á síðkastið,“ segir Aron Einar en tækifæri hans hjá katarska félagsliðinu Al-Arabi hafa ekki verið til staðar upp á síðkastið. „Ég var kominn af stað í viðræður við annað lið í Katar. Reglurnar þarna úti eru þannig að ef þú ert erlendur leikmaður, sem hefur ekki verið að spila neitt á tímabilinu, þá máttu færa þig yfir í annað lið ef erlendur leikmaður hjá þeim dettur út. Það var komið á byrjunarreit þar en við ákváðum að bíða með að klára þetta á meðan að ég er í landsliðsverkefninu. Það vonandi gerist eitthvað eftir að ég kem aftur til Katar.“ Klippa: Aron Einar nýttir sér bjargráð Gylfa Þórs og Alfreðs Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands greindi frá því að hann byggist við því að Aron færi að spila aftur reglulega frá og með janúar en landsliðsfyrirliðinn segir það geta átt sér stað fyrr. „Það gæti gerst fyrir janúar en ég vissi ekki af þessari reglu að ef ég væri ekki búinn að vera spila neitt mætti ég skipta yfir í annað lið. Ég reiknaði alltaf með því að færa um set yfir í annað lið í janúar, myndi vinna þetta út frá því en núna gæti verið að ég færi í annað lið um leið og ég verð kominn aftur út. Það verður bara að koma í ljós.“ Nýtti sér bjargráð sem hefur reynst Gylfa og Alfreð vel Aron hefur verið að ganga í gegnum nokkuð krefjandi meiðslatímabil en er byrjaður að æfa á fullu. Í gegnum sambönd við Gylfa Þór og Alfreð Finnbogason hefur hann verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn. Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. „Þetta er maður sem hefur reynst þeim mjög vel og ég ákvað að prófa þetta fyrir helgi. Ég náði þremur dögum með honum og það gekk bara mjög vel. Maður er að leita leiða sem henta manni hvað best til að halda sér í standi. Það er nóg eftir samt á tankinum. Ég get alveg sagt þér það.“ Viljinn alltaf til staðar en hversu mikið geturðu beitt þér í þessum tveimur leikjum framundan? „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega ekkert í frábæru leikformi. Það er náttúrulega bara staðan þegar að þú ert ekki að spila fótboltaleiki en hef verið að æfa á fullu. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvað hann vill nota mig mikið í þessum leikjum. Það verður bara að koma í ljós.“ Geta unnið úr báðum möguleikum Möguleikinn á að tryggja sér beint sæti á EM í gegnum þennan riðil er enn til staðar þó svo að hann sé lítill. Heima hefur mikið verið talað um möguleikann á EM sæti í gegnum mögulegt umspil í Þjóðadeildinni. Hvernig horfir þetta verkefni framundan við ykkur. Hvað er verið að leggja áherslu á? „Þú ert með tvo möguleika þarna. Þetta er ekki búið. Við höfum þennan möguleika á að komast á EM með því að enda í 2.sæti riðilsins en það þarf allt að ganga upp. Ef það gengur ekki þá erum við með möguleika í mars í gegnum umspilið. Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það er hægt að vinna út frá báðum þessum möguleikum. Þú getur verið að undirbúa liðið eins og þú vilt spila. Þjálfarinn er með það allt á hreinu. Undirbúningurinn okkar hingað til hefur verið góður. Við áttum góðan leik á móti Slóvakíu heima en máttum þola svekkjandi tap. Við vorum óheppnir að fá ekki neitt úr þeim leik. Mér fannst við spila virkilega vel það en á endanum snýst þetta um að vera stöðugur, klára þau færi sem við fáum og loka búrinu. Þetta snýst um það í fótboltanum. Við gerðum það ekki í þeim leik en allt annað var virkilega flott og jákvætt. Við þurfum því að spila svipaðan leik og heima, bæta þá hluti sem gengu ekki upp í þeim leik. Ef við gerum það þá vinnum við þennan leik. Þá er hægt að spá aðeins meira í spilin. Það er bara sama gamla góða klisjan sem gildir í þessu. Við byrjum á þessum leik, náum í þrjú stig þar og vinnum okkur út frá því.“ Þetta er stór leikur fyrir Slóvakana sem geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri. Væri ekki gott að fara til Bratislava og skemma partýið? „Algjörlega og um leið setja smá pressu á þá fyrir þeirra leik gegn Bosníu & Herzegovinu í lokaumferðinni. Það er náttúrulega planið en eins og ég sagði áðan þá þarf allt að ganga upp. Í landsliðsfótboltanum er munur á heima- og útileikjunum. Litlu hlutirnir skipta enn meira máli og við þurfum að eiga toppleik til þess að skemma þetta partý.“ Þurfa að bæta margt til að vera samkeppnishæfir á EM Ef við förum aðeins í spilamennsku liðsins undir stjórn Hareide. Finnst þér þetta á leiðinni í rétta átt? „Fyrir mér erum við að læra meira inn á hann og sömuleiðis hann inn á okkur. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér inn í hlutina og sömuleiðis fyrir okkur að venjast hans leikstíl. Mér finnst vera góður uppgangur í þessu. En eins og gengur og gerist með ungt lið eins og okkar sem hefur verið að ganga í gegnum breytingar þá kemur smá óstöðugleiki á hlutina. Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins Við þurfum að finna stöðugleikann og þar er það undir okkur reynslumeiri leikmönnunum komið að leiðbeina þeim. Við erum á leið í rétta átt. Það er góðs viti en hellings vinna framundan eins og við leikmenn, þjálfarateymið og öll í kringum landsliðið vita. Við þurfum að bæta margt til þess að koma okkur á þann stall að vera samkeppnishæfir á EM. Við vitum það alveg en það er enn tími til stefnu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli á næstu dögum og þarf sigur úr báðum leikjum, sem og að treysta á önnur hagstæð úrslit til að EM sætið raungerist í gegnum undankeppnina. „Staðan er fín. Ég er bara æfa og eins og þið vitið hef ég ekki verið að spila upp á síðkastið,“ segir Aron Einar en tækifæri hans hjá katarska félagsliðinu Al-Arabi hafa ekki verið til staðar upp á síðkastið. „Ég var kominn af stað í viðræður við annað lið í Katar. Reglurnar þarna úti eru þannig að ef þú ert erlendur leikmaður, sem hefur ekki verið að spila neitt á tímabilinu, þá máttu færa þig yfir í annað lið ef erlendur leikmaður hjá þeim dettur út. Það var komið á byrjunarreit þar en við ákváðum að bíða með að klára þetta á meðan að ég er í landsliðsverkefninu. Það vonandi gerist eitthvað eftir að ég kem aftur til Katar.“ Klippa: Aron Einar nýttir sér bjargráð Gylfa Þórs og Alfreðs Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands greindi frá því að hann byggist við því að Aron færi að spila aftur reglulega frá og með janúar en landsliðsfyrirliðinn segir það geta átt sér stað fyrr. „Það gæti gerst fyrir janúar en ég vissi ekki af þessari reglu að ef ég væri ekki búinn að vera spila neitt mætti ég skipta yfir í annað lið. Ég reiknaði alltaf með því að færa um set yfir í annað lið í janúar, myndi vinna þetta út frá því en núna gæti verið að ég færi í annað lið um leið og ég verð kominn aftur út. Það verður bara að koma í ljós.“ Nýtti sér bjargráð sem hefur reynst Gylfa og Alfreð vel Aron hefur verið að ganga í gegnum nokkuð krefjandi meiðslatímabil en er byrjaður að æfa á fullu. Í gegnum sambönd við Gylfa Þór og Alfreð Finnbogason hefur hann verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn. Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. „Þetta er maður sem hefur reynst þeim mjög vel og ég ákvað að prófa þetta fyrir helgi. Ég náði þremur dögum með honum og það gekk bara mjög vel. Maður er að leita leiða sem henta manni hvað best til að halda sér í standi. Það er nóg eftir samt á tankinum. Ég get alveg sagt þér það.“ Viljinn alltaf til staðar en hversu mikið geturðu beitt þér í þessum tveimur leikjum framundan? „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega ekkert í frábæru leikformi. Það er náttúrulega bara staðan þegar að þú ert ekki að spila fótboltaleiki en hef verið að æfa á fullu. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvað hann vill nota mig mikið í þessum leikjum. Það verður bara að koma í ljós.“ Geta unnið úr báðum möguleikum Möguleikinn á að tryggja sér beint sæti á EM í gegnum þennan riðil er enn til staðar þó svo að hann sé lítill. Heima hefur mikið verið talað um möguleikann á EM sæti í gegnum mögulegt umspil í Þjóðadeildinni. Hvernig horfir þetta verkefni framundan við ykkur. Hvað er verið að leggja áherslu á? „Þú ert með tvo möguleika þarna. Þetta er ekki búið. Við höfum þennan möguleika á að komast á EM með því að enda í 2.sæti riðilsins en það þarf allt að ganga upp. Ef það gengur ekki þá erum við með möguleika í mars í gegnum umspilið. Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það er hægt að vinna út frá báðum þessum möguleikum. Þú getur verið að undirbúa liðið eins og þú vilt spila. Þjálfarinn er með það allt á hreinu. Undirbúningurinn okkar hingað til hefur verið góður. Við áttum góðan leik á móti Slóvakíu heima en máttum þola svekkjandi tap. Við vorum óheppnir að fá ekki neitt úr þeim leik. Mér fannst við spila virkilega vel það en á endanum snýst þetta um að vera stöðugur, klára þau færi sem við fáum og loka búrinu. Þetta snýst um það í fótboltanum. Við gerðum það ekki í þeim leik en allt annað var virkilega flott og jákvætt. Við þurfum því að spila svipaðan leik og heima, bæta þá hluti sem gengu ekki upp í þeim leik. Ef við gerum það þá vinnum við þennan leik. Þá er hægt að spá aðeins meira í spilin. Það er bara sama gamla góða klisjan sem gildir í þessu. Við byrjum á þessum leik, náum í þrjú stig þar og vinnum okkur út frá því.“ Þetta er stór leikur fyrir Slóvakana sem geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri. Væri ekki gott að fara til Bratislava og skemma partýið? „Algjörlega og um leið setja smá pressu á þá fyrir þeirra leik gegn Bosníu & Herzegovinu í lokaumferðinni. Það er náttúrulega planið en eins og ég sagði áðan þá þarf allt að ganga upp. Í landsliðsfótboltanum er munur á heima- og útileikjunum. Litlu hlutirnir skipta enn meira máli og við þurfum að eiga toppleik til þess að skemma þetta partý.“ Þurfa að bæta margt til að vera samkeppnishæfir á EM Ef við förum aðeins í spilamennsku liðsins undir stjórn Hareide. Finnst þér þetta á leiðinni í rétta átt? „Fyrir mér erum við að læra meira inn á hann og sömuleiðis hann inn á okkur. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér inn í hlutina og sömuleiðis fyrir okkur að venjast hans leikstíl. Mér finnst vera góður uppgangur í þessu. En eins og gengur og gerist með ungt lið eins og okkar sem hefur verið að ganga í gegnum breytingar þá kemur smá óstöðugleiki á hlutina. Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins Við þurfum að finna stöðugleikann og þar er það undir okkur reynslumeiri leikmönnunum komið að leiðbeina þeim. Við erum á leið í rétta átt. Það er góðs viti en hellings vinna framundan eins og við leikmenn, þjálfarateymið og öll í kringum landsliðið vita. Við þurfum að bæta margt til þess að koma okkur á þann stall að vera samkeppnishæfir á EM. Við vitum það alveg en það er enn tími til stefnu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira