Hið forna Garðaríki er mikið hitamál þessa dagana Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 10:14 Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar, Stríðsbjarmar og Land næturinnar, fjalla báðar um þetta landsvæði sem nú er barist um. aðsend Salka gengst fyrir einkar spennandi bókakvöldi, umræðum sem tengjast átökunum í Úkraínu. Íslendingasögur eru komnar í deigluna í deilunni um Úkraínu. „Á degi íslenskrar tungu munum við Vilborg Davíðs ræða saman um Garðaríki í Sölku bókabúð við Hverfisgötu. Garðaríki var víðfeðmasta ríki miðalda og það sem bæði Rússland og Úkraína reka uppruna sinn til, en deilurnar í dag snúast að nokkru leyti um þá söguskoðun. Jafnframt var Garðaríki Norrænt ríki þar sem hægt var að tala íslensku fram til um 1100,“ segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur, rithöfundur og reyndar helsti sérfræðingur okkar í málefnum Úkraínu. Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar fjalla báðar um þetta landsvæði. Stríðsbjarmar, bók Vals, er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Vart ætti að þurfa að taka það fram að Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt. Land næturinnar, bók Vilborgar, er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem hún leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu fyrir rúmum þúsund árum. Íslendingasögur notaðar til að styðja landakröfur „Garðaríki er reyndar mikið hitamál þessa daganna þar sem bæði Rússland og Úkraína rekja upphaf sitt til þess. Ég var meira að segja kallaður á fund í úkraínska utanríkisráðuneytinu til að skoða möguleikann á að þýða Íslendingasögur fyrir börn. Og maður hefði haldið að þar hefðu menn að nógu öðru að huga,“ segir Valur. Hann kvartar ekki undan þessum nýfundna áhuga á þessu svæði. „Rússar líta á Garðaríki, einnig kallað Rús, sem hið fyrsta Rússland. Það gæfi Rússum þá tilkall til Úkraínu. Pútín er tíðrætt um þetta.“ Eigum við þá ekki að halda með Pútín og Rússum? „Úkraínumenn líta hins vegar svo á að Garðaríki hafi verið Úkraína, og Rússland ekki orðið til fyrr en síðar sem einhverskonar klofningsríki. Sem gefur þeim engan rétt. Punkturinn er kannski frekar að menn eru farnir að gramsa í Íslendingasögum til að styðja landakröfur sínar.“ Æsispennandi bókakvöld verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu í kvöld og hefst klukkan 20. Og hvar finna menn þessu helst stað í fornum bókum? „Menn eru auðvitað mest í Sögu liðinna ára eftir Nestor munk í Kænugarði en eru áhugasamir um hvað Íslendingar segja. Það er svo mikið um þetta í Heimskringlu. Vísað er í Snorra á rússneska ríkissafninu.“ En ertu viss um að við ættum ekki að halda með Pútín? En svo ég ítreki spurninguna: Þýða þessar upplýsingar ekki það að við verðum að breyta um afstöðu til þessarar deilu og taka okkur stöðu með Pútín? Valur er ekki alveg á því og heldur sinni fræðilegu nálgun til haga: „Við getum líka tekið undir að Garðaríki sé Úkraína. Það er hin úkraínska söguskoðun, að þar sem miðpunktur ríkisins hafi verið í Kænugarði, sem sagt núverandi Úkraínu, hafi þetta verið hin fyrsta Úkraína.“ Valur segir þetta auðvitað umdeilanlegt, en Rússar vilja annars lítið kannast við að vera frá Svíum og norrænum mönnum komnir. Úkraínumönnum finnst það hins vegar hið besta mál. „Þegar Selenskíj hélt ræðu yfir Noregsþingi nefndi hann Noregskonunga sem komu til Garðaríkis samkvæmt Heimskringlu. Þegar hann ávarpaði Alþingi minntist hann hins vegar aðeins á eldgos. Sem virðist reyndar vera að raungerast,“ segir Valur Gunnarsson. En viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu – allir velkomnir. Íslensk tunga Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Á degi íslenskrar tungu munum við Vilborg Davíðs ræða saman um Garðaríki í Sölku bókabúð við Hverfisgötu. Garðaríki var víðfeðmasta ríki miðalda og það sem bæði Rússland og Úkraína reka uppruna sinn til, en deilurnar í dag snúast að nokkru leyti um þá söguskoðun. Jafnframt var Garðaríki Norrænt ríki þar sem hægt var að tala íslensku fram til um 1100,“ segir Valur Gunnarsson sagnfræðingur, rithöfundur og reyndar helsti sérfræðingur okkar í málefnum Úkraínu. Svo „skemmtilega“ vill til að bækur þeirra Vals og Vilborgar fjalla báðar um þetta landsvæði. Stríðsbjarmar, bók Vals, er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Vart ætti að þurfa að taka það fram að Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt. Land næturinnar, bók Vilborgar, er áhrifarík og spennandi skáldsaga þar sem hún leiðir lesendur í sannkallaða ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu fyrir rúmum þúsund árum. Íslendingasögur notaðar til að styðja landakröfur „Garðaríki er reyndar mikið hitamál þessa daganna þar sem bæði Rússland og Úkraína rekja upphaf sitt til þess. Ég var meira að segja kallaður á fund í úkraínska utanríkisráðuneytinu til að skoða möguleikann á að þýða Íslendingasögur fyrir börn. Og maður hefði haldið að þar hefðu menn að nógu öðru að huga,“ segir Valur. Hann kvartar ekki undan þessum nýfundna áhuga á þessu svæði. „Rússar líta á Garðaríki, einnig kallað Rús, sem hið fyrsta Rússland. Það gæfi Rússum þá tilkall til Úkraínu. Pútín er tíðrætt um þetta.“ Eigum við þá ekki að halda með Pútín og Rússum? „Úkraínumenn líta hins vegar svo á að Garðaríki hafi verið Úkraína, og Rússland ekki orðið til fyrr en síðar sem einhverskonar klofningsríki. Sem gefur þeim engan rétt. Punkturinn er kannski frekar að menn eru farnir að gramsa í Íslendingasögum til að styðja landakröfur sínar.“ Æsispennandi bókakvöld verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu í kvöld og hefst klukkan 20. Og hvar finna menn þessu helst stað í fornum bókum? „Menn eru auðvitað mest í Sögu liðinna ára eftir Nestor munk í Kænugarði en eru áhugasamir um hvað Íslendingar segja. Það er svo mikið um þetta í Heimskringlu. Vísað er í Snorra á rússneska ríkissafninu.“ En ertu viss um að við ættum ekki að halda með Pútín? En svo ég ítreki spurninguna: Þýða þessar upplýsingar ekki það að við verðum að breyta um afstöðu til þessarar deilu og taka okkur stöðu með Pútín? Valur er ekki alveg á því og heldur sinni fræðilegu nálgun til haga: „Við getum líka tekið undir að Garðaríki sé Úkraína. Það er hin úkraínska söguskoðun, að þar sem miðpunktur ríkisins hafi verið í Kænugarði, sem sagt núverandi Úkraínu, hafi þetta verið hin fyrsta Úkraína.“ Valur segir þetta auðvitað umdeilanlegt, en Rússar vilja annars lítið kannast við að vera frá Svíum og norrænum mönnum komnir. Úkraínumönnum finnst það hins vegar hið besta mál. „Þegar Selenskíj hélt ræðu yfir Noregsþingi nefndi hann Noregskonunga sem komu til Garðaríkis samkvæmt Heimskringlu. Þegar hann ávarpaði Alþingi minntist hann hins vegar aðeins á eldgos. Sem virðist reyndar vera að raungerast,“ segir Valur Gunnarsson. En viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður haldið á Sölku bókabúð á Hverfisgötu – allir velkomnir.
Íslensk tunga Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira