Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2023 08:28 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi næstkomandi miðvikudag. Stýrivextir eru nú 9,25 prósent, en peningastefnunefnd ákvað síðast að halda vöxtunum óbreyttum. Á vef Landsbankans segir að Hagfræðideildin telji að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og muni vega þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar. Spáð sé að stýrivextirnir haldist óbreyttir en að hugsanlegt sé að einnig verði til umræðu hækkun um 0,25 prósentustig. Rifjað er upp að peningastefnunefnd hafi á síðasta fundi í október ákveðið að „staldra við“ og í yfirlýsingu nefndarinnar hafi sagt að nokkur óvissa ríkti um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald væri nægjanlegt. „Nefnt var að á næsta fundi, sem er í næstu viku, myndi liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans og peningastefnan á næstunni myndi ráðast af „þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Nefndarmenn voru þó ekki einhuga um að staldra við á síðasta fundi. Einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum og vildi heldur hækka vexti um 0,25 prósentustig. Annar nefndarmaður studdi tillöguna um óbreytta vexti, en lét bóka að hann hefði fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentustig. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að þróun efnahagsmála hefði verið í samræmi við mat nefndarinnar frá fyrri fundi - verðbólgan hefði aukist á ný, bæði með og án húsnæðis, en undirliggjandi verðbólga hjaðnað lítillega. Verðbólguvæntingar væru enn of háar en hefðu þó lækkað á suma mælikvarða. Þótt hægt hefði á umsvifum og áhrif vaxtahækkana væru farin að koma fram í meira mæli væri enn nokkur spenna á vinnumarkaði og þjóðarbúskapnum öllum,“ segir á vef Landsbankans. Stór óvissuþáttur bæst við Bent er á að með þessu umfangsmiklu jarðhræringum á Reykjanesskaga og hugsanlegum eldsumbrotum hafi stór óvissuþáttur bæst við. „Áhrifin á efnahagslífið gætu orðið með mjög misjöfnum hætti eftir því hver framvindan verður á næstu dögum og vikum, en nú þegar er ljóst að jarðhræringar hafa djúpstæð áhrif á stóran hóp fólks sem hefur þurft flýja heimili sín, sum mikið skemmd, og vita lítið um framhaldið. Það eitt að náttúruhamfarir hafi sett stóran hóp fólks í viðkvæma stöðu og á sama tíma aukið óvissu í efnahagslífinu teljum við auka líkurnar á að nefndin haldi að sér höndum og bíði átekta. Hugsanlega verður tónninn þó harðari en í síðustu yfirlýsingu, enda ýmsar vísbendingar um að verðbólguvæntingar hafi heldur versnað frá síðasta fundi nefndarinnar.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Muni bíða átekta Hagdeild Landsbankans segir að þótt ýmis merki séu um verðbólguþrýsting, þráláta spennu í þjóðarbúinu og að markaðir hafi litla trú á að verðstöðugleiki sé í sjónmáli þá sé talið að nefndin ákveði aftur að bíða átekta. „Við teljum að viðkvæmar aðstæður í þjóðfélaginu í tengslum við jarðhræringar og hugsanleg eldsumbrot á Reykjanesskaga vegi þungt í ákvörðuninni og teljum ólíklegt að nefndin telji skynsamlegt að hækka stýrivexti einmitt núna. Við spáum því að rétt eins og á síðasta fundi tilkynni nefndin að hún aðhafist ekkert en fylgist áfram með þróun mála. Ef þörf krefur verði boðað til aukafundar í desember eða janúar. Næsta fyrirhugaða vaxtaákvörðun er ekki fyrr en eftir ellefu vikur, 7. febrúar 2023. Þá ber að hafa í huga að ákvörðun um að viðhalda núverandi vaxtastigi væri ekki endilega tilkynning um lausara taumhald eða slaka í peningastefnu. Í slíkri ákvörðun fælist heldur ekki loforð um að vaxtahækkunarferlinum væri lokið. Eftir brattasta vaxtahækkanaferil frá upphafi standa stýrivextir í 9,25% og áhrif hækkananna líklega ekki komin fram að fullu,“ segir á vef Landsbankans. Landsbankinn Íslenskir bankar Seðlabankinn Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Á vef Landsbankans segir að Hagfræðideildin telji að óvissa og viðkvæm staða í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesskaga spili stóran þátt í ákvörðuninni og muni vega þyngra en vísbendingar um þrálátan verðbólguþrýsting og viðvarandi háar verðbólguvæntingar. Spáð sé að stýrivextirnir haldist óbreyttir en að hugsanlegt sé að einnig verði til umræðu hækkun um 0,25 prósentustig. Rifjað er upp að peningastefnunefnd hafi á síðasta fundi í október ákveðið að „staldra við“ og í yfirlýsingu nefndarinnar hafi sagt að nokkur óvissa ríkti um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald væri nægjanlegt. „Nefnt var að á næsta fundi, sem er í næstu viku, myndi liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans og peningastefnan á næstunni myndi ráðast af „þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Nefndarmenn voru þó ekki einhuga um að staldra við á síðasta fundi. Einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum og vildi heldur hækka vexti um 0,25 prósentustig. Annar nefndarmaður studdi tillöguna um óbreytta vexti, en lét bóka að hann hefði fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentustig. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að þróun efnahagsmála hefði verið í samræmi við mat nefndarinnar frá fyrri fundi - verðbólgan hefði aukist á ný, bæði með og án húsnæðis, en undirliggjandi verðbólga hjaðnað lítillega. Verðbólguvæntingar væru enn of háar en hefðu þó lækkað á suma mælikvarða. Þótt hægt hefði á umsvifum og áhrif vaxtahækkana væru farin að koma fram í meira mæli væri enn nokkur spenna á vinnumarkaði og þjóðarbúskapnum öllum,“ segir á vef Landsbankans. Stór óvissuþáttur bæst við Bent er á að með þessu umfangsmiklu jarðhræringum á Reykjanesskaga og hugsanlegum eldsumbrotum hafi stór óvissuþáttur bæst við. „Áhrifin á efnahagslífið gætu orðið með mjög misjöfnum hætti eftir því hver framvindan verður á næstu dögum og vikum, en nú þegar er ljóst að jarðhræringar hafa djúpstæð áhrif á stóran hóp fólks sem hefur þurft flýja heimili sín, sum mikið skemmd, og vita lítið um framhaldið. Það eitt að náttúruhamfarir hafi sett stóran hóp fólks í viðkvæma stöðu og á sama tíma aukið óvissu í efnahagslífinu teljum við auka líkurnar á að nefndin haldi að sér höndum og bíði átekta. Hugsanlega verður tónninn þó harðari en í síðustu yfirlýsingu, enda ýmsar vísbendingar um að verðbólguvæntingar hafi heldur versnað frá síðasta fundi nefndarinnar.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Muni bíða átekta Hagdeild Landsbankans segir að þótt ýmis merki séu um verðbólguþrýsting, þráláta spennu í þjóðarbúinu og að markaðir hafi litla trú á að verðstöðugleiki sé í sjónmáli þá sé talið að nefndin ákveði aftur að bíða átekta. „Við teljum að viðkvæmar aðstæður í þjóðfélaginu í tengslum við jarðhræringar og hugsanleg eldsumbrot á Reykjanesskaga vegi þungt í ákvörðuninni og teljum ólíklegt að nefndin telji skynsamlegt að hækka stýrivexti einmitt núna. Við spáum því að rétt eins og á síðasta fundi tilkynni nefndin að hún aðhafist ekkert en fylgist áfram með þróun mála. Ef þörf krefur verði boðað til aukafundar í desember eða janúar. Næsta fyrirhugaða vaxtaákvörðun er ekki fyrr en eftir ellefu vikur, 7. febrúar 2023. Þá ber að hafa í huga að ákvörðun um að viðhalda núverandi vaxtastigi væri ekki endilega tilkynning um lausara taumhald eða slaka í peningastefnu. Í slíkri ákvörðun fælist heldur ekki loforð um að vaxtahækkunarferlinum væri lokið. Eftir brattasta vaxtahækkanaferil frá upphafi standa stýrivextir í 9,25% og áhrif hækkananna líklega ekki komin fram að fullu,“ segir á vef Landsbankans.
Landsbankinn Íslenskir bankar Seðlabankinn Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira