Jamaíkar unnu sinn riðil í A-deild Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku. Reggístrákarnir hans Heimis unnu þrjá af fjórum leikjum sínum og gerðu eitt jafntefli og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.
Í nótt átti fyrri leikur Jamaíka og Kanada í því einvígi að fara fram. Veðuraðstæður komu hins vegar í veg fyrir að hægt væri að spila í nótt og hefur leiknum verið frestað þar til síðar í dag.
CONCACAF is making an inspection of the pitch and are analysing the surface. The Match will not kick off at 7pm.
— Official J.F.F (@jff_football) November 17, 2023
Í leikjunum tveimur gegn Kanadamönnum er sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar ekki einungis undir heldur einnig sæti í Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári. Hún verður haldin í Bandaríkjunum og taka sextán lið þátt þar. Sex þeirra koma frá Concafaf, Norður- og Mið-Ameríku.
All patrons who bought tickets will be allowed to enter the Grandstand only. Those with scanned tickets will be given appropriate credit to enter. pic.twitter.com/jK1MFQmTRM
— Official J.F.F (@jff_football) November 18, 2023
Leikurinn verður spilaður klukkan 15:30 í dag á Independence leikvellinum í Kingston. Síðari leikurinn verður leikinn aðfaranótt miðvikudags í Toronto.