ÍBV vann fjögurra marka sigur, 32-28, og er komið áfram í 8-liða úrslit. Daniel Esteves Vieira var markahæstur í liði ÍBV með 7 mörk. Þar á eftir komu Kári Kristján Kristjánsson, Gabriel Martinez og Arnór Viðarsson með 5 mörk hvor. Í marki Eyjamanna varði Pavel Miskevich 10 skot og Petar Jokanovic 5 skot.
Hjá Fram var Ívar Logi Styrmisson markahæstur með 9 mörk og Reynir Þór Stefánsson skoraði 7 mörk. Í markinu varði Arnór Máni Daðason 12 skot og Lárus Helgi Ólafsson arði 3 skot.
Í Hafnafirði var nágrannaslagur Hauka og ÍH aldrei spennandi, lokatölur 34-13. Össur Haraldsson skoraði 7 mörk í liði Hauka og var markahæstur. Aron Rafn Eðvarðsson varði 14 skot í markinu og Magnús Gunnar Karlsson varði 13 skot.