Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að full þörf sé á flugsamgöngum frá Reykjavíkur til Húsavíkur, hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu. Búið er að opna á sölu á flugferðum út febrúar í minnsta lagi.
Flogið verður fimm sinnum í viku til Húsavíkur. Á næstu vikum og mánuðum mun það svo skýrast hvort þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.
Síðast var tilkynnt í byrjun október að samningar hefðu náðst um flugferðir þann mánuðinn og í þessum mánuði.
Forsvarsmenn Ernis ætluðu fyrir það að hætta að fljúga til Húsavíkur, þar sem tap hefði verið á flugleiðinni um nokkuð skeið.