Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og sýndi Liverpool góða spretti í leiknum. Spretti sem Crooks segir Nunez hafa gert sitt besta til þess að varpa skugga yfir.
Það átti sér nefnilegast stað atvik eftir leik þar sem að Nunez virtist eiga eitthvað ósagt við Pep Guardiola, stjóra Manchester City. þjálfarar Liverpool gengu hratt og örugglega á milli og skyldu kappana að. Jurgen Klopp var snöggur að ganga á milli og dró Nunez í burtu með hraði og virtist jafnframt glotta hressilega við tönn.
„Nunez reyndi sitt besta til þess að varpa skugga yfir góða frammistöðu Liverpool,“ skrifar Crooks í uppgjöri sínu á umferð helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á vef BBC. „Það færi honum betur að verja tíma sínum í að reyna finna lausn á því af hverju hann er ekki að skora mörk, fremur en að stofna til áfloga og láta pirring sinn bitna á knattspyrnustjóra andstæðinganna eftir að hafa verið skipt af velli.“
Darwin Nunez to Pep Guardiola:
— Leaked Lineups (@Leaked_FPL) November 25, 2023
Did you like that?
He then pointed towards the goal where Trent scored.
pic.twitter.com/lv66CN2Gb1
Knattspyrnustjórar beggja liða gerðu lítið úr atvikinu í viðtölum eftir leik og gera má ráð fyrir því að því sé hér með lokið.
Spennan er mikil í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Arsenal kom sér upp í toppsæti deildarinnar með 1-0 útisigri á Brentford á laugardaginn. Manchester City situr í öðru sæti með 29 stig, einu stigi meira en Liverpool sem vermir þriðja sætið. Þá er Aston Villa í 4.sæti með sama stigafjölda.