Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 11:30 Íslenska landsliðið vann Wales 1-0 í haust með glæsilegu skallamarki Glódísar Perlu Viggósdóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti