„Hálfsvekkt að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 12:01 Thea segir leikinn við Frakka hafa falið í sér mikinn lærdóm. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Thea Imani Sturludóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í dag. Sæti í milliriðli er undir. Ísland tapaði fyrir afar sterkum Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Thea segir liðið draga lærdóm af þeim leik. Klippa: Spennt fyrir leik dagsins „Það var bara lærdómur. Við getum lært gríðarlega mikið af þessu. Við mættum Noregi á æfingamótinu og núna Frökkum. Það er munur á þessum liðum og öðrum sem við höfum spilað við,“ segir Thea sem hrósar Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem átti stórleik í markinu gegn Frakklandi. „Hún var geggjuð. Það var svo gaman að sjá hana í markinu. Maður var hálfsvekktur að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana. Hún var að gera okkur svo marga greiða.“ Það sem þarf helst að bæta fyrir leik dagsins er að byrja leikinn vel. Ísland var í veseni í byrjun í fyrstu tveimur leikjunum, bæði gegn Slóveníu og Frakklandi. „Við tókum alveg eftir því að báðir leikir byrjuðu ekki nógu vel og við erum að reyna að finna út af hverju. Við munum mæta brjálaðar í næsta leik og förum í hann til að vinna,“ segir Thea sem er spennt fyrir því að mæta Angóla í dag. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea sem setur stefnuna á milliriðil í Þrándheimi. „Já, klárlega við viljum það.“ Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland tapaði fyrir afar sterkum Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Thea segir liðið draga lærdóm af þeim leik. Klippa: Spennt fyrir leik dagsins „Það var bara lærdómur. Við getum lært gríðarlega mikið af þessu. Við mættum Noregi á æfingamótinu og núna Frökkum. Það er munur á þessum liðum og öðrum sem við höfum spilað við,“ segir Thea sem hrósar Elínu Jónu Þorsteinsdóttur sem átti stórleik í markinu gegn Frakklandi. „Hún var geggjuð. Það var svo gaman að sjá hana í markinu. Maður var hálfsvekktur að hafa ekki staðið betri vörn fyrir hana. Hún var að gera okkur svo marga greiða.“ Það sem þarf helst að bæta fyrir leik dagsins er að byrja leikinn vel. Ísland var í veseni í byrjun í fyrstu tveimur leikjunum, bæði gegn Slóveníu og Frakklandi. „Við tókum alveg eftir því að báðir leikir byrjuðu ekki nógu vel og við erum að reyna að finna út af hverju. Við munum mæta brjálaðar í næsta leik og förum í hann til að vinna,“ segir Thea sem er spennt fyrir því að mæta Angóla í dag. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea sem setur stefnuna á milliriðil í Þrándheimi. „Já, klárlega við viljum það.“ Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira