Leyfir náttúrunni að flæða í gegnum sig og inn í listaverkin Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. desember 2023 15:37 Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Margfeldið á milli um helgina. Saga Sig Listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Margfeldið á milli í Listvali um helgina. Þráðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í verkum Lilýar en hún talar ýmist um verk sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum. Í Fréttatilkynningu segir að Lilý Erla vinni á mörkum myndlistar, hönnunar og handverks. „Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru.“ Tuft-byssan er pensillinn Undanfarið hefur Lilý nýtt sér eiginleika svokallaðrar tuft-tækni til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Í listsköpun sinni notast hún við tuft-byssu sem knúin er af kraftmikilli loftpressu. „Ég kynntist tuft-byssunni í mastersnámi í Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð, það var árið 2016. Ég byrjaði strax að þróa eitthvað samband við þetta verkfæri þar og leið eins og ég hefði loksins fundið minn pensil. Ég fjárfesti í þessum pensli áður en ég flutti heim úr námi 2018 og fékk mér strax vinnustofu. Hef verið að þróa mig áfram í mjúku maleríi síðan þá.“ View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Hughrif frá náttúrunni Hún segir að undirbúningsferlið við sýninguna hafi gengið mjög vel. „Verkin sem urðu til í rammanum hjá mér spruttu upp út frá hughrifum sem ég hef orðið fyrir víða í náttúrunni. Það var samt ferð upp á Snæfellsnes í vor sem kallaði á fyrsta verk sýningarinnar „Dýjamosi dagrenningar“. Ég var umkringd margskonar mosa, hitti lítinn ref og sá svo margt sem settist fallega og mjúklega í mig.“ Hið ofannefnda verk Dýjamosi dagrenningar eftir Lilý Erlu.Aðsend Fyrir ári síðan gerði Lilý Erla verkefni með listafólkinu Tönju Huld Levý og Sean Patrick O’Brian. Hún segir verk sýningarinnar mjög rökrétta þróun frá því verkefni. „Þá endursköpuðum við íslenska náttúru, meðal annars mosa og gróður með tuft-byssunni minni, og gerðum listræna innsetningu í Hörpu í stað rauða dregilsins.“ View this post on Instagram A post shared by Lily Erla (@lilyerla) Fullkomið traust á ferlinu mikilvægt Í nýju verkunum er hún þó ekki að endurskapa náttúruna, heldur taka við henni og leyfa henni að renna í gegnum sig og inn í verkin. „Verkin verða til út frá hughrifum af margvíslegum náttúrufyrirbrigðum sem stundum falla inn í hvert annað. Náið samtal við liti og fullkomið trausti á ferlinu er mikilvægt svo ég get vakið náttúruna í sköpunarkraftinum innra með mér. Ég teikna ekkert upp á strigann áður en ég hefst handa með garnið og byssuna.“ Verkið Síbreytilegt jafnvægi eftir Lilý Erlu.Aðsend Erfitt fyrir gesti að snerta ekki verkin Lilý Erla segir að efnið og litirnir leiði sig áfram. „Stundum líður mér eins og ég sé tónlistarmaður sem vinnur með litaskala í stað tónskala. Það skapast ákveðinn litheimur og myndbygging sem kallast á við margt sem við upplifum í umhverfinu okkar.“ Sýningin stendur til sjötta janúar næstkomandi. „Opnunin var yndisleg, fullt af fólki, faðmlögum og nærandi samtölum um hliðstæður lífsins og upplifun okkar af því að vera til í þessum heimi sem við búum í. Fólk átti erfitt með að snerta ekki verkin en auðvelt með að dreyma sig inn í þau og það gladdi mig mjög.“ Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í Fréttatilkynningu segir að Lilý Erla vinni á mörkum myndlistar, hönnunar og handverks. „Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu, möguleika hennar og takmarkanir. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru.“ Tuft-byssan er pensillinn Undanfarið hefur Lilý nýtt sér eiginleika svokallaðrar tuft-tækni til skoðunar á þræðinum og sjónrænna áhrifa hans, þegar kemur að samspili lita og efniseiginleika. Í listsköpun sinni notast hún við tuft-byssu sem knúin er af kraftmikilli loftpressu. „Ég kynntist tuft-byssunni í mastersnámi í Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð, það var árið 2016. Ég byrjaði strax að þróa eitthvað samband við þetta verkfæri þar og leið eins og ég hefði loksins fundið minn pensil. Ég fjárfesti í þessum pensli áður en ég flutti heim úr námi 2018 og fékk mér strax vinnustofu. Hef verið að þróa mig áfram í mjúku maleríi síðan þá.“ View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Hughrif frá náttúrunni Hún segir að undirbúningsferlið við sýninguna hafi gengið mjög vel. „Verkin sem urðu til í rammanum hjá mér spruttu upp út frá hughrifum sem ég hef orðið fyrir víða í náttúrunni. Það var samt ferð upp á Snæfellsnes í vor sem kallaði á fyrsta verk sýningarinnar „Dýjamosi dagrenningar“. Ég var umkringd margskonar mosa, hitti lítinn ref og sá svo margt sem settist fallega og mjúklega í mig.“ Hið ofannefnda verk Dýjamosi dagrenningar eftir Lilý Erlu.Aðsend Fyrir ári síðan gerði Lilý Erla verkefni með listafólkinu Tönju Huld Levý og Sean Patrick O’Brian. Hún segir verk sýningarinnar mjög rökrétta þróun frá því verkefni. „Þá endursköpuðum við íslenska náttúru, meðal annars mosa og gróður með tuft-byssunni minni, og gerðum listræna innsetningu í Hörpu í stað rauða dregilsins.“ View this post on Instagram A post shared by Lily Erla (@lilyerla) Fullkomið traust á ferlinu mikilvægt Í nýju verkunum er hún þó ekki að endurskapa náttúruna, heldur taka við henni og leyfa henni að renna í gegnum sig og inn í verkin. „Verkin verða til út frá hughrifum af margvíslegum náttúrufyrirbrigðum sem stundum falla inn í hvert annað. Náið samtal við liti og fullkomið trausti á ferlinu er mikilvægt svo ég get vakið náttúruna í sköpunarkraftinum innra með mér. Ég teikna ekkert upp á strigann áður en ég hefst handa með garnið og byssuna.“ Verkið Síbreytilegt jafnvægi eftir Lilý Erlu.Aðsend Erfitt fyrir gesti að snerta ekki verkin Lilý Erla segir að efnið og litirnir leiði sig áfram. „Stundum líður mér eins og ég sé tónlistarmaður sem vinnur með litaskala í stað tónskala. Það skapast ákveðinn litheimur og myndbygging sem kallast á við margt sem við upplifum í umhverfinu okkar.“ Sýningin stendur til sjötta janúar næstkomandi. „Opnunin var yndisleg, fullt af fólki, faðmlögum og nærandi samtölum um hliðstæður lífsins og upplifun okkar af því að vera til í þessum heimi sem við búum í. Fólk átti erfitt með að snerta ekki verkin en auðvelt með að dreyma sig inn í þau og það gladdi mig mjög.“
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira