Mikill vill meira og fékk það líka í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:31 Alejandro Garnacho skorar glæsilegt mark sitt fyrir Manchester United á móti Everton. AP/Jon Super Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er meira en ellefu hundruð milljarða króna virði en deildin hefur gengið frá samningum við Sky Sports, TNT Sports og breska ríkisútvarpið BBC. Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira