Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2023 09:00 HMS hefur veitt 178 hlutdeildarlán það sem af er árinu 2023, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira