Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 5. desember 2023 20:56 Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld. EPA-EFE/Johnny Pedersen Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn