Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 07:41 Pep Guardiola skaut aðeins á Jamie Carragher og fékk skot til baka. EPA/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
City hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Tottenham, Liverpool og Chelsea. En Guardiola segir að þrennuhafarnir hafi spilað vel að undanförnu og að sérfræðingarnir geti ekki verið að saka leikmenn um að vera sjálfumglaðir eða saddir. „Ég held að ef við höldum okkur á sama stigi og undanfarið þá vinnum við ensku úrvalsdeildina. Við munum vinna aftur. Ef við gætum haldið áfram eins og gegn Liverpool og Tottenham þá myndi ég samþykkja það strax. Við unnum ekki 5-0 – við gerðum jafntefli – en ég væri mjög mikið til í að liðið spilaði eins og í síðustu tveimur leikjum. Áskorunin er sú að gera það alla leiktíðina. Ég hef ekkert að segja um sérfræðingana. Kannski skjátlast mér en ég sé enga sjálfumgleði (e. complacency). Ég þekki leikmennina, ég veit hvernig þeir starfa. Við gerum það með framúrskarandi hætti,“ sagði Guardiola áður en hann nefndi svo sérfræðingana sérstaklega á nafn. „Carragher vann ekki einu sinni“ „Gary Neville veit hvað það er erfitt að vinna deildina fjórum sinnum í röð, annars hefði hann gert það á bestu tímum Manchester United. En hann gerði það ekki. Jamie Carragher vann ekki einu sinni [deildarmeistaratitil]. Micah Richards vann ekki fjögur ár í röð. Aldrei,“ sagði Guardiola. Pep on pundits: "They know how difficult it is [to win PL four times in a row]. Neville, Micah Richards... never, ever. And then Jamie Carragher didn t win one once". Jamie Carragher: "I think I d have probably won one if Liverpool were owned by a nation state, and pushed pic.twitter.com/7kGhdITwpe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 6, 2023 Carragher stóðst ekki mátið að skjóta til baka á Guardiola og City á X þar sem hann vísaði í kærurnar á hendur Manchester City vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald. „Ég held að ég hefði örugglega unnið einn [titil] ef Liverpool hefði verið í eigu ríkis og beygt reglurnar svo illa að enska úrvalsdeildin hefði kært okkur 115 sinnum,“ skrifaði Carragher og bætti við að hann hefði nú reyndar verið að hrósa liði Guardiola eftir jafnteflið við Tottenham á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira