Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 09:31 Dönsku miðlarnir undirstrikuðu vonbrigði gærkvöldsins eftir tapið gegn Íslandi. Skjáskot/DR/EkstraBladet og EPA/Johnny Pedersen Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn