Fyrrverandi leikmaður Liverpool spilaði allan ferilinn með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:01 Dominic Matteo liggur hér meiddur í grasinu í leik með Liverpool en hann vissi ekki að æxli væri að vaxa í heila hans frá því að hann var barn. Getty/Matthew Ashton Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt. Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira