Fyrrverandi leikmaður Liverpool spilaði allan ferilinn með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:01 Dominic Matteo liggur hér meiddur í grasinu í leik með Liverpool en hann vissi ekki að æxli væri að vaxa í heila hans frá því að hann var barn. Getty/Matthew Ashton Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt. Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Matteo átti erfitt eftir aðgerðina og segir sem dæmi frá því þegar læknirinn bað hann um að teikna kassa. Þegar hann fór að teikna þá teiknaði hann hring en ekki kassa. „Ég gat bara ekki teiknað kassa. Ég skammaðist mín svo og ég var svo pirraður. Þetta var mjög erfitt hjá mér á þessum tímapunkti. Þetta var svo skrítið,“ sagði Dominic Matteo í viðtalinu við Guardian. Dominic Matteo: Basically, I played my whole football career with a brain tumour https://t.co/qCgoGFJERG— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2023 Matteo kom upp um unglingastarfið hjá Liverpool og var leikmaður aðalliðs félagsins frá 1992 til 2000. Hann fór þaðan til Leeds og endaði ferillinn hjá Blackburn Rovers og Stoke City. Ferli hans lauk árið 2009 en síðasta leikinn spilaði hann með Stoke í enska deildarbikarnum á 2008-09 tímabilinu. Læknarnir höfðu komist að því að æxlið hafi verið að vaxa við höfuðkúpu hans síðan hann var barn. „Þannig að ég spilaði allan fótboltaferilinn með heilaæxli. Ég hefði kannski verið allt annar leikmaður án þess,“ sagði Matteo í léttum tón. Eftir aðgerðina þurfti Matteo að gangast undir geislameðferð. Við tók síðan mikil endurhæfing sem er hvergi nærri lokið. Iðjuþjálfinn var sem dæmi vanur að fara með hann í stórmarkað til að láta hann æfa sig í því að kaupa í matinn. Matteo viðurkennir að hann hafi ekki verið vanur því að biðja fólk um hjálp en nú hugsar hann hlutina á allt annan hátt. Hans litlu sigrar eru nú að leysa hin minnstu verkefni rétt. „Það er mikill munur á mér, eins og dagur og nótt. Ég vil samt ekki fara fram úr sjálfum mér. Ég hef ekki efni á því að vera sjálfumglaður. Ég lifi fyrir núið og á góða daga inn á milli,“ sagði Matteo en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Matteo spilaði sex landsleiki fyrir Skotland og lék alls 155 leiki fyrir Liverpool. Liverpool seldi hann til Leeds í ágúst 2000. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira