Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA sendi fréttastofu yfirlýsinguna í kjölfar umfjöllunar um málið sem birt var fyrr í kvöld.
Þar segir að nokkrir mánuðir séu síðan IKEA samdi við aðra greiðslumiðlun, Teya, á grundvelli hagstæðari kjara eins og fyrirtækið leitist við að gera til að lágmarka vöruverð.