Leikur flautaður af eftir að leikmaður Luton hné niður á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 16:55 Hlúð að Tom Lockyer á vellinum í dag. Rob Edwards knattspyrnustjóri Luton Town stendur þarna ásamt leikmönnum. Vísir/Getty Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar. Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Tæplega stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik á Vitality Stadium þegar atvikið átti sér stað. Lockyer féll þá til jarðar og voru leikmenn fljótir að bregðast við og kalla eftir aðstoð. Þjálfari Luton Town, Rob Edwards, hljóp inn á völlinn og skipaði leikmönnum að gefa viðbragðaðilum pláss til að hlúa að Lockyer en augljóst var að um alvarlegt atvik var að ræða. Skömmu síðar gengu síðan leikmenn beggja liða til búningsherbergja og fyrir nokkrum mínútum var tilkynnt að leikurinn yrði ekki flautaður á að nýju. Leikmenn ganga af velli eftir atvikið í dag.Vísir/Getty Lockyer var borinn af vellinum en á Skysports kemur fram að liðslæknir Bournemouth hafi staðfest að Lockyer væri með meðvitund. Þetta er í annað sinn sem Lockyer hnígur niður í leik en svipað atvik átti sér stað í maí í úrslitaleik Luton og Coventry um sæti í úrvalsdeildinni. Tilfinningarnar báru Rob Edwards ofurliði þegar hann fór og þakkaði áhorfendum á Vitality leikvanginum eftir að leikurinn var flautaður af.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem Luton Town sendi frá sér eftir leik staðfesti félagið að Lockyer hefði farið í hjartastopp en hafi verið með meðvitund þegar hann var borinn af velli. „Hann fékk frekari meðhöndlun á leikvanginum og við viljum enn og aftur þakka læknateymum beggja liða fyrir þeirra vinnu. Tom var fluttur á sjúkrahús og við getum sagt stuðningsmönnum frá því að hann er í stöðugu ástandi. Hann gengst nú undir frekari rannsóknir og fjölskylda hans er hjá honum,“ segir í yfirlýsingu Luton Town. Fréttin var uppfærð með uppfærðri yfirlýsingu Luton Town.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29 Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Fyrirliði Luton hneig niður í leiknum mikilvæga Óhugnanlegt atvik átti sér stað á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City. 27. maí 2023 16:29