Kveður skjáinn eftir áralangt starf Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 22:30 Ian Wright hefur verið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann síðustu árin. Vísir/Getty Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins hefur verið sérfræðingur í þætti BBC um enska boltann síðan árið 2002. Hann kveður hins vegar skjáinn í vor að tímabili loknu. Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira