Spennan magnaðist í riðlakeppninni eftir úrslit kvöldsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 19:52 Glódís Perla spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Ajax. Catherine Steenkeste/Getty Images Enn ríkir mikil spenna yfir C-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir að bæði Bayern Munchen og Roma mistókst að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni.
Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira