Formúla 1

Á sér draum um að verða fyrsti ís­lenski For­múlu 1 öku­þórinn

Aron Guðmundsson skrifar
Venni einbeittur við stýrið í einum af ökuhermum GT Akademíunnar þar sem viðtalið var tekið. Vísir/Einar

Hinn ellefu ára gamli Vern­harður Ravna­as á sér þann stóra draum að verða fyrsti ís­lenski öku­þórinn í For­múlu 1, sterkustu mótaröð heims í mótorsporti.

Vern­harður, oftast kallaður Venni, hefur búið á­samt fjöl­skyldu sinni í Noregi síðan árið 2019. Þar hefur hann geta æft og keppt í go-kart við frá­bærar að­stæður.

Venni átti góðu gengi að fagna á síðasta tíma­bili. Þar vann hann tvær síðustu keppnir ársins og varð klúbb­meistari í sínum flokki. Nú taka við tíma­mót á hans ferli því hann er að fara upp um flokk á næsta tíma­bili – úr 60cc go-kart bíl upp í 125cc bíl.

„Ég var átta ára þegar að ég byrjaði að keyra í go-kart og fann það á þeim tíma um leið að þetta væri í­þróttin mín,“ segir Venni. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stundum er maður ó­heppinn og þá er það nú ekkert gaman en maður verður líka stressaður. Sér­stak­lega í keppnum ef maður er í fyrsta sæti og að stjórna keppninni ná­lægt öðrum bílum. En það er líka gaman á sama tíma.

Ég er að fara úr 60cc bílum upp í 125 cc bíla. Það verða afl­meiri go-kart bílar og meira skemmti­legt. Ég mun þurfa að æfa mig mikið í þessum flokki en þar mun ég til að mynda taka þátt í Noregs­meistara­keppni á heima­brautinni minni.“

Vernharður Ravnaas á sér stóra drauma og er flottur fulltrúi Íslands á gokart brautinniVísir/Einar

„Það sem ég vil gera“

Og æðsta mark­mið Venna, stóri draumurinn, er sá stærsti sem fyrir­finnst í mótor­sport heiminum. Að keppa í For­múlu 1.

„Mig langar að verða For­múlu 1 öku­þór. Til þess að það náist þurfum við nú að gera mikið. Við þurfum að keyra og keyra og keyra. Fara upp í For­múlu 4, For­múlu Renault, For­múlu 3 og svo For­múlu 2. Það er það sem að ég vil gera.“

Og Venni fylgist grannt með því sem er að gerast í For­múlu 1. Og á fyrir­mynd í móta­röðinni.

„Fyrir­myndin mín er Lando Norris, öku­maður McLaren.“

Lando Norris, einn besti ökumaður heims og liðsmaður Formúlu 1 liðs McLarenVísir/Getty

Það er stórt mark­mið að stefna á sæti í For­múlu 1, þar sem 20 bestu öku­menn heims berjast um sigur í hverri keppni. Venni er hins vegar til­búinn í að leggja á sig vinnuna og gera at­lögu að því að ná þessu mark­miði.

„Ég til­búinn í að gera allt sem ég þarf til þess.“

Frábært fjölskyldusport

Venni á ekki langt að sækja mótor­sport bakteríuna líkt og Ragn­heiður móðir hans gerði okkur grein fyrir.

Ragnheiður Vernharðsdóttir, móðir Venna, segir fjölskylduna styðja þétt við bakið á honum á hans mótorsport ferli.Vísir/Einar

„Á ung­lings­aldri vorum við, og þá sér­stak­lega pabbi hans Venna, í mótó­k­rossi og road ra­cing. Svo þegar að við fjöl­skyldan fluttum saman til Noregs vorum við að á­kveða saman hvaða leið Venni myndi fara. Við vorum þá að spá í mótó­k­rossi en mömmu­hjartað var ekki alveg til­búið í það á þeim tíma.

En þá komumst við að því að það væri hægt að æfa go-kart í Noregi. Við prófuðum að koma honum í það og hann var alveg með til­finninguna fyrir því frá fyrstu stundu. Fannst þetta geð­veikt og því á­kváðum við að slá til og byrja.“

Á­hugi og draumar er eitt, stuðningur er annað og ekki er annað hægt að segja en að Venni njóti fulls stuðnings fjöl­skyldu sinnar sem er í þessu með honum af lífi og sál. Og það þrátt fyrir að kostnaðurinn og um­stangið í kringum hans mótor­sport brölt sé mun meiri en gengur og gerist í öðrum vin­sælustu í­þrótta­greinunum á borð við fót­bolta og hand­bolta.

„Jú þetta er rosa­lega dýr í­þrótt. Mikill kostnaður og tími sem fer í bröltið í kringum þetta og ég hef tekið eftir því að margir í kringum okkur skilja ekki alveg af hverju við erum að eyða svona miklum tíma í þetta. En á sama tíma er þetta mikið fjöl­skyldu­sport. Við erum öll í þessu saman, hjálpumst öll að. Það er ekki bara Venni sem er að keyra. Hann hefur okkur öll.“

Fjölskylda Venna er með góða styrktaraðila á bakvið sig og pláss er fyrir fleiri að hoppa á þann vagnVísir/Einar

„Við erum með nokkra góða styrktar­aðila í Noregi á bak­við okkur en þurfum núna aktíft að fara finna nokkra góða styrktar­aðila til þess að koma Venna lengra í þessu. Því næsta mark­mið á dag­skrá er að koma honum í keppnir í Bret­landi.“

Venni er með ansi stórt mark­mið. Að komast í bestu móta­röð í heimi, For­múlu 1. Er það ekki bara hollt fyrir krakka á hans aldri að vera með svona stór mark­mið?

„Al­gjör­lega. Ég held það. Þetta er risa­stórt mark­mið og leikur al­gjör­lega á huldu hvort hann nái því eða ekki. En að verða at­vinnu akstur­s­í­þrótta­maður, sama í hvaða formi það verður fyrir hann, það er það sem honum langar að verða. Við gerum bara allt sem í okkar valdi til þess að styðja hann eins mikið og við mögu­lega getum.“






×