Forráðamenn liðanna funduðu í gær um kaupin á þessum efnilega sóknarsinnaða miðjumanni sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið fjóra deildarleiki fyrir aðallið River Plate og lagt upp í þeim eitt mark.
Þá hefur Echeverri verið algjör lykilmaður í U17 ára landsliði Argentínu þar sem hann hefur skorað þrettán mörk og lagt upp önnur fimm fyrir liðsfélaga sína í 22 leikjum.
🚨🔵 Understand Manchester City have already scheduled one more meeting with River Plate to complete Claudio Echeverri deal structure.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 25, 2023
2006 born Argentinian talent will stay at River on loan as part of the agreement.
Man City are confident to agree on the final details soon. 🇦🇷 pic.twitter.com/j2VtNAkWLA
Echeverri hefur verið undir smásjánni hjá fleiri liðum á Englandi, en nú virðast Englandsmeistararnir í Manchester City vera við það að semja við leikmanninn.
Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar munu þó að öllum líkindum þurfa að bíða þolinmóðir eftir því að sjá hann leika í deildinni þar sem líklegt þykir að hann muni áfram spila hjá River Plate á láni frá Manchester City.