Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2023 19:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót. Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn. Landslið karla í handbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira