Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2023 08:01 Jonas Maier hefur leikið með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen, Lemgo og Hamburg í Bundesliga. Handball World Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi. Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira