Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2023 08:01 Jonas Maier hefur leikið með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen, Lemgo og Hamburg í Bundesliga. Handball World Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi. Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira