Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2023 08:01 Jonas Maier hefur leikið með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen, Lemgo og Hamburg í Bundesliga. Handball World Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi. Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti