Reyndu að plata lesendur með fréttum um Mbappe Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 20:30 Kylian Mbappe er ekki á leið til Barcelona. Vísir/Getty Lesendur Mundo Deportivo hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir lásu fréttir dagsins. Þar var meðal annars greint frá því að Kylian Mbappe væri óvænt á leið til Barcelona. Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat. Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um möguleg félagaskipti Kylian Mbappe. Flestar hafa þær verið á þá leið að hann væri á leið til Real Madrid og er almennt talið að þegar og ef Mbappe yfirgefur PSG þá verði Madrid hans næsti áfangastaður. Barcelona hefur að minnsta kosti sjaldan verið nefnt í þessu samhengi. Þar til í morgun. Þá birtist frétt hjá spænska miðlinum Mundo Deportivo þar sem greint var frá því að forsetar Real Madrid og Barcelona hefðu náð samkomulagi um að Barcelona fengi að semja við Mbappe í friði og ró. Sagt var að þeir Florentino Perez og Joan Laporta forsetar félaganna hefðu hist á leynilegum fundi þar sem Perez hefði sagst ætla að leyfa Barcelona að semja við Mbappe. Ástæðan fyrir þessari góðmennsku Perez væri að Laporta hafi stutt vel við Perez og Real Madrid í umræðunni um Ofurdeildina í knattspyrnu. Sagt var að Mbappe myndi flytja í íbúðina sem Ousmane Dembele bjó í og í þokkabót myndu tölvuleikir Dembele fylgja með en Frakkinn er mikill leikjaspilari. Samkomulagið fól einnig í sér að Mbappe mætti ekki skjóta með hægri fæti í leikjum gegn Real. Líklegast áttuðu flestir lesendur sig á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. Sú var líka raunin því 28. desember er nefnilega fyrir Spánverjum það sem 1. apríl er hér á landi. Fréttin var því uppspuni frá upphafi til enda. Þetta var ekki eina platfréttin í spænska boltanum í dag. Real Betis tilkynnti að goðsögnin Joaquin ætlaði að taka fram skóna á nýjan leik. Það var því miður einnig plat.
Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira