Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:11 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Hann er þar í mikilvægu hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira