Svartfellingar verða með íslensku strákunum okkar í C-riðli þegar Evrópumótið í handbolta hefst í næstu viku og eru þeir nú að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir mótið. Króatar munu hins vegar leika í B-riðli, en eru líklegir mótherjar Íslands í milliriðli.
Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik í leik dagsins, en það voru þó Króatar sem fóru með eins marks forystu inn í hálfleikshléið í stöðunni 14-13.
Króatíska liðið sigldi svo fram úr í síðari hálfleik og vann að lokum nokkuð öruggan fjögurra marka sigur, 29-25.
Undirbúningi liðann fyrir EM er þó ekki lokið því Svartfellingar mæta Slóvenum á morgun, föstudag, áður en Króatar og Slóvenar eigast við degi síðar.