Keppendur voru landsþekktir grínistar í bland við stjörnur sem skinu skært á árinu. Liðin tvö skipuðu Steindi Jr., Saga Garðarsdóttir, Bríet ISIS annars vegar og Söndru Barilli, Dóra DNA og Patrik Snæ Atlason hins vegar.
Ein spurning í þættinum vakti mikla athygli og var þá spurt um bæjarfélag. Í því bæjarfélagi fundust leðurblökur, kakkalakkar í fráveitulögn og grímuklæddur maður skeit á bifreið, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.
Spurt var einfaldlega hvaða bæjarfélag um ræðir. „Ég held að fasteignaverðið hafi verið að lækka,“ sagði Steindi þegar í ljós kom hvaða bæjarfélag um ræðir.
Hér að neðan má sjá atriðið úr Kviss þættinum og þar kemur í ljós í hvaða bæ þessir atburðir áttu sér stað á síðasta ári.