5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2024 12:00 Ólafur Stefánsson huggar sársvekktan Guðjón Val Sigurðsson eftir lokaleikinn á móti Noregi. EPA/REGINA KUEHNE Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fimm daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fimmta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Sviss árið 2006 sem var annað stórmót liðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Íslenska liðið vann reyndar bara tvo leiki á mótinu en var engu að síður nálægt því að komast í undanúrslitin. Íslensku strákarnir tóku með sér þrjú stig upp úr riðlinum þar sem tap í lokaleiknum á móti Ungverjum skipti engu máli. Ólafur Stefánsson meiddist eftir gróft brot í sigrinum á Serbum í fyrsta leik og besti leikmaður liðsins missti af næstu leikjum Íslands. Íslenska liðið vann síðan 34-32 sigur á Rússum í fyrsta leik milliriðilsins og var í frábærum málum. Rússaleikurinn er reyndar þekktastur fyrir það að Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg. Alexander harkaði af sér og kláraði leikinn en eftir hann var ljóst að þátttöku hans á mótinu var lokið. Íslenska liðið saknaði auðvitað Alexanders mikið í síðustu tveimur leikjum sem töpuðust báðir. Sá fyrri á móti Króatíu tapaðist með einu marki þar sem íslensku strákarnir hentu boltanum frá sér þegar þeir áttu möguleika á því að jafna metin á lokasekúndunum. Lokaleikurinn á móti Noregi er einnig sögulegur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik en réð ekkert við Kjetil Strand sem setti met með því að skora nítján mörk í leiknum og fara fyrir sigri norska liðsins. Norðmenn voru neðstir í riðlinum og það breyttist ekki við þessi úrslit. Íslenska liðið endaði í fjórða sæti í sínum milliriðli og í sjöunda sætinu á mótinu. Viggó Sigurðsson hafði gefið mörgum framtíðarmönnum liðsins tækifæri í tveimur mótum en náði sjálfur aldrei að uppskera almennilega fyrir það. Hann sagði starfi sínu lausu um sumarið eftir að hafa orðið sér til skammar í flugvél á leiðinni heim úr móti með 21 árs landsliðinu. Viggó baðst afsökunar en var ósáttur með að fá ekki meiri stuðning frá HSÍ. Hann hætti því strax með liðið og Alfreð Gíslason tók við liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson stimplaði sig aftur inn í íslenska landsliðið á EM 2006 og var lykilmaður næsta áratuginn.EPA/URS FLUEELER EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson missti af tveimur leikjum íslenska liðsins í riðlinum en spilaði sig engu að síður inn í úrvalslið Evrópumótsins. Hann var með 33 mörk og 17 stoðsendingar í fjórum leikjum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því að 50 mörk í aðeins fjórum leikjum. Óvænta stjarnan: Snorri Steinn Guðjónsson var skilinn eftir heima á HM í Túnis ári fyrr en simplaði sig frábærlega inn í íslenska liðið á þessu móti. Snorri var markhæsti leikmaður íslenska liðsins með 42 mörk en hann nýtti meðal annars 85 prósent víta sinna, 17 af 20. Snorri varð fimmt markahæsti leikmaður EM. Fyrsta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Þórir Ólafsson og Vilhjálmur Halldórsson. Síðasta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson og Vilhjálmur Halldórsson. Ólafur Stefánsson í leiknum á móti Serbíu þar sem hann fékk mjög harðar móttökur sem kostuðu hann tvo næstu leiki.EPA/SIGI TISCHLER Viðtalið: „Vonbrigðin eru rosaleg“ „Vonbrigðin eru alveg rosaleg og ég hef í raun litlu við það að bæta,“ sagði hundsvekktur og sárþjáður fyrirliði Íslands, Ólafur Stefánsson, eftir leikinn í viðtali við Fréttablaðið. „Markvarslan var ekki til staðar í seinni hálfleik og kannski vantaði líka upp á vörnina. Sóknin var svo ekkert sérstök enda vorum við passífir og ekki nógu grimmir. Þetta er grátlegur endir á góðu móti en vonandi höldum við haus og byggjum ofan á þessa reynslu,“ sagði Ólafur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fimm daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fimmta sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut Evrópumótsins í Sviss árið 2006 sem var annað stórmót liðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Íslenska liðið vann reyndar bara tvo leiki á mótinu en var engu að síður nálægt því að komast í undanúrslitin. Íslensku strákarnir tóku með sér þrjú stig upp úr riðlinum þar sem tap í lokaleiknum á móti Ungverjum skipti engu máli. Ólafur Stefánsson meiddist eftir gróft brot í sigrinum á Serbum í fyrsta leik og besti leikmaður liðsins missti af næstu leikjum Íslands. Íslenska liðið vann síðan 34-32 sigur á Rússum í fyrsta leik milliriðilsins og var í frábærum málum. Rússaleikurinn er reyndar þekktastur fyrir það að Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma í leiknum eftir að hafa fengið þungt högg. Alexander harkaði af sér og kláraði leikinn en eftir hann var ljóst að þátttöku hans á mótinu var lokið. Íslenska liðið saknaði auðvitað Alexanders mikið í síðustu tveimur leikjum sem töpuðust báðir. Sá fyrri á móti Króatíu tapaðist með einu marki þar sem íslensku strákarnir hentu boltanum frá sér þegar þeir áttu möguleika á því að jafna metin á lokasekúndunum. Lokaleikurinn á móti Noregi er einnig sögulegur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik en réð ekkert við Kjetil Strand sem setti met með því að skora nítján mörk í leiknum og fara fyrir sigri norska liðsins. Norðmenn voru neðstir í riðlinum og það breyttist ekki við þessi úrslit. Íslenska liðið endaði í fjórða sæti í sínum milliriðli og í sjöunda sætinu á mótinu. Viggó Sigurðsson hafði gefið mörgum framtíðarmönnum liðsins tækifæri í tveimur mótum en náði sjálfur aldrei að uppskera almennilega fyrir það. Hann sagði starfi sínu lausu um sumarið eftir að hafa orðið sér til skammar í flugvél á leiðinni heim úr móti með 21 árs landsliðinu. Viggó baðst afsökunar en var ósáttur með að fá ekki meiri stuðning frá HSÍ. Hann hætti því strax með liðið og Alfreð Gíslason tók við liðinu. Snorri Steinn Guðjónsson stimplaði sig aftur inn í íslenska landsliðið á EM 2006 og var lykilmaður næsta áratuginn.EPA/URS FLUEELER EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ólafur Stefánsson missti af tveimur leikjum íslenska liðsins í riðlinum en spilaði sig engu að síður inn í úrvalslið Evrópumótsins. Hann var með 33 mörk og 17 stoðsendingar í fjórum leikjum samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og kom því að 50 mörk í aðeins fjórum leikjum. Óvænta stjarnan: Snorri Steinn Guðjónsson var skilinn eftir heima á HM í Túnis ári fyrr en simplaði sig frábærlega inn í íslenska liðið á þessu móti. Snorri var markhæsti leikmaður íslenska liðsins með 42 mörk en hann nýtti meðal annars 85 prósent víta sinna, 17 af 20. Snorri varð fimmt markahæsti leikmaður EM. Fyrsta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Þórir Ólafsson og Vilhjálmur Halldórsson. Síðasta mótið hjá: Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson og Vilhjálmur Halldórsson. Ólafur Stefánsson í leiknum á móti Serbíu þar sem hann fékk mjög harðar móttökur sem kostuðu hann tvo næstu leiki.EPA/SIGI TISCHLER Viðtalið: „Vonbrigðin eru rosaleg“ „Vonbrigðin eru alveg rosaleg og ég hef í raun litlu við það að bæta,“ sagði hundsvekktur og sárþjáður fyrirliði Íslands, Ólafur Stefánsson, eftir leikinn í viðtali við Fréttablaðið. „Markvarslan var ekki til staðar í seinni hálfleik og kannski vantaði líka upp á vörnina. Sóknin var svo ekkert sérstök enda vorum við passífir og ekki nógu grimmir. Þetta er grátlegur endir á góðu móti en vonandi höldum við haus og byggjum ofan á þessa reynslu,“ sagði Ólafur
EM í Sviss 2006 Lokastaða: 7. sæti Sigurleikir: 2 í 6 leikjum. Þjálfari: Viggó Sigurðsson (2. stórmót) Fyrirliði: Ólafur Stefánsson. Besti leikur: Sigur á Rússlandi (34-32) Versti leikur: Tap fyrir Noregi (33-36) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Snorri Steinn Guðjónsson 42/17 Guðjón Valur Sigurðsson 38/3 Ólafur Stefánsson 33/4 Róbert Gunnarsson 20 Arnór Atlason 15 Alexander Petersson 13
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn