Sport

Ten Hag: Auð­veldara að spila fyrir öll önnur fé­lög en United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erik Ten Hag tekur hér Jadon Sancho af velli en Sancho hefur ekkert spilað með félaginu undanfarna mánuði.
Erik Ten Hag tekur hér Jadon Sancho af velli en Sancho hefur ekkert spilað með félaginu undanfarna mánuði. Getty/David S. Bustamante

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn fá á sig mikla pressu þegar þeir verða leikmenn United.

Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið.

Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund.

Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021.

Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar.

„Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag.

„Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag.

„Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag.

Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax.

„Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag.

„Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×