„Fallega og einstaklega vel skipulagða húsið okkar komið á sölu! Æðislegt hús með frábæru útsýni í góðu hverfi og fullkomið fyrir þá sem eru með stóra fjölskyldu og vantar mörg herbergi Auðvitað stórt gym sem ég hef notað sem stúdíó, lokaður garður með palli og heitum potti,“ skrifar Anna um húsið í færslu á Facebook.
Á efri hæð hússins er stórt og opið alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi, með útsýni yfir Reykjavík og Snæfellsnes. Í eldhúsinu má sjá fallega hvíta innréttingum með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp.
Á neðri hæðinni er opið og bjart rými sem nýst hefur sem heilsurækt. Þaðan er útgengt í afgirtan garð sem snýr í suðvestur með heitum potti.
Samtals eru sex svefnherbergi, þar af hjónasvíta með fataherbergi, og tvö baðherbergi. Baðherbergið á neðri hæð hússins er nýlega endurnýjað á smekklegan máta með marmaraflísum, dökkri innréttingu, walk in sturtu og innfelldri lýsingu.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.
