Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 23:33 Elon Musk líkir Wall Street Journal við TMZ. EPA Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ. Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ.
Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira