Íslenski boltinn

Elfsborg stað­festir kaupin á Eggerti Aroni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson er nýjasti atvinnumaður okkar Íslendinga.
Eggert Aron Guðmundsson er nýjasti atvinnumaður okkar Íslendinga. vísir/hulda margrét

Sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg hefur keypt Eggert Aron Guðmundsson, besta unga leikmann Bestu deildarinnar 2023, frá Stjörnunni.

Hjá Elfsborg hittir Eggert fyrir landsliðsmarkvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson, sem var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, og Svein Aron Guðjohnsen. Elfsborg tapaði fyrir Malmö í úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í lokaumferð deildarkeppninnar.

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Eggert leikið 65 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað sautján mörk. Tólf þeirra komu á síðasta tímabili þegar Eggert var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.

Eggert gæti leikið sína fyrstu A-landsleiki þegar Ísland mætir Gvatemala og Hondúras í tveimur vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×