Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 10:31 Fréttastofu er ekki kunnugt um hvers lags skáp hafi verið um að ræða. Hér er mynd af smíðuðum skáp úr safni. Getty Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. Málið var tekið fyrir af kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem kaupandinn, búsettur í Bandaríkjunum, leitaði til. Forsagan er sú að í febrúar 2023 pantaði hann sérsmíðaðan skáp af smiðnum í gegnum vefsíðu og greiddi fjögur þúsund dollara fyrir, um hálfa milljón íslenskra króna. Staðfesting barst á greiðslunni og samkvæmt reikningnum átti skápurinn að verða afhentur eftir sjö til níu vikur. Að þeim tíma liðnum reyndi kaupandinn að ná í smiðinn um stöðuna á verkinu en þar var fátt um svör að fá. Í júní 2023 fékk kaupandinn tölvupóst frá smiðnum sem bar sig illa. Sökum heilsufarsbrests og fjárhagsvandræða hefði hann ekki getað orðið við pöntuninni. Hann stefndi á að reyna að greiða honum kaupverð skápsins fyrir árslok. Kaupandinn krafðist nokkrum vikum síðar endurgreiðslu innan sólarhrings en ekkert varð af henni og engin merki þess að skápurinn væri í smíðum. Brást skjótt við skilaboðum eiginkonunnar Kaupandinn brá að það ráð að hafa samband við smiðinn undir nafni eiginkonu sinnar um þetta leyti og spyrjast fyrir um annan sérsmíðaðan hlut til sölu. Sömuleiðis hvort í boði væri að senda hlutinn til Bandaríkjanna. Þá brást smiðurinn skjótt við og kvaðst geta sent hlutinn strax þangað. Hvergi var minnst á tafir á afhendingu, fjárhagsvandræði eða heilsufarsbrest. Þegar kaupandinn svipti hulunni af sjálfum sér, ef svo má segja, hætti smiðurinn að svara honum. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur haft málið á sínu borði síðan í ágúst, leitað svara hjá smiðnum en ekki fengið nein. Úrskurður var því kveðinn upp miðað við gögn kaupanda í málinu og var niðurstaðan skýr. Smiðurinn þarf að greiða kaupandanum fjögur þúsund dollara auk málskostnaðargjalds upp á 35 þúsund krónur. Bandaríkin Handverk Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Málið var tekið fyrir af kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem kaupandinn, búsettur í Bandaríkjunum, leitaði til. Forsagan er sú að í febrúar 2023 pantaði hann sérsmíðaðan skáp af smiðnum í gegnum vefsíðu og greiddi fjögur þúsund dollara fyrir, um hálfa milljón íslenskra króna. Staðfesting barst á greiðslunni og samkvæmt reikningnum átti skápurinn að verða afhentur eftir sjö til níu vikur. Að þeim tíma liðnum reyndi kaupandinn að ná í smiðinn um stöðuna á verkinu en þar var fátt um svör að fá. Í júní 2023 fékk kaupandinn tölvupóst frá smiðnum sem bar sig illa. Sökum heilsufarsbrests og fjárhagsvandræða hefði hann ekki getað orðið við pöntuninni. Hann stefndi á að reyna að greiða honum kaupverð skápsins fyrir árslok. Kaupandinn krafðist nokkrum vikum síðar endurgreiðslu innan sólarhrings en ekkert varð af henni og engin merki þess að skápurinn væri í smíðum. Brást skjótt við skilaboðum eiginkonunnar Kaupandinn brá að það ráð að hafa samband við smiðinn undir nafni eiginkonu sinnar um þetta leyti og spyrjast fyrir um annan sérsmíðaðan hlut til sölu. Sömuleiðis hvort í boði væri að senda hlutinn til Bandaríkjanna. Þá brást smiðurinn skjótt við og kvaðst geta sent hlutinn strax þangað. Hvergi var minnst á tafir á afhendingu, fjárhagsvandræði eða heilsufarsbrest. Þegar kaupandinn svipti hulunni af sjálfum sér, ef svo má segja, hætti smiðurinn að svara honum. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur haft málið á sínu borði síðan í ágúst, leitað svara hjá smiðnum en ekki fengið nein. Úrskurður var því kveðinn upp miðað við gögn kaupanda í málinu og var niðurstaðan skýr. Smiðurinn þarf að greiða kaupandanum fjögur þúsund dollara auk málskostnaðargjalds upp á 35 þúsund krónur.
Bandaríkin Handverk Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira