„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2024 19:52 Viðar Örn Hafsteinsson var vægast sagt ósáttur við spilamennsku sinna manna í fjórða leikhluta gegn Blikum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40