„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson heldur ófrýnilegur á svip í leiknum við Serba. Hann vill meira frá sínum mönnum í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það. „Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Maður er glaður með stigið, fúll með frammistöðuna,“ sagði Snorri um leikinn við Serba þar sem Ísland tryggði sér stig með því að skora þrjú síðustu mörk leiksins, á hundrað sekúndna kafla. „Ég er þakklátur fyrir að hafa náð í stig. Það segir sig sjálft að sóknarleikurinn var lélegur. Margir langt frá sínu besta og við bara náðum ekki upp okkar leik þar. Mér fannst vera augnablik og stöður þar sem við eigum að vera betri í að nýta. Við fórum yfir það [í gærmorgun] og ég skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það. En það breytir því ekki að við þurfum áfram að fókusa á alla þessa þætti. Við megum gleyma okkur í að laga einhvern einn hlut og hætta að leggja áherslu á hitt. Það er sama núna og gegn Serbum, við þurfum að vera góðir í öllum þáttum,“ segir Snorri en viðtalið við hann, frá landsliðsæfingu í gær, má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri um leikinn á EM í dag Eins og fyrr segir nýtti Snorri ekki tímann á milli leikja í miklar breytingar á sóknarleiknum. „Nei, ég hef ekki tíma í það heldur. Við erum með „concept“ sem mér finnst við bara þurfa að framkvæma betur. Við horfðum á þetta [í gærmorgun] og ég held að við séum allir sammála um það. Áherslurnar liggja frekar þar – að gera hlutina betur og nýta þær stöður sem við fengum gegn Serbum en gerðum ekki gott úr,“ segir Snorri. Svartfellingar eru næstir á dagskrá, lið sem var hársbreidd frá því að ná í stig gegn Ungverjalandi á föstudagskvöld: „Þeir eru með gríðarlega miklar skyttur. Meiri en við glímdum við gegn Serbum. Þeir eru með einhverja „maður á mann“-gaura inn á milli, en þetta eru stórir og þungir menn sem geta skotið langt utan af velli. Það er minna í gangi hjá þeim taktískt séð sóknarlega, en það er ekki heldur endilega þeirra styrkur. Það er frekar að þegar mótherjinn sefur aðeins á verðinum að geta dúndrað yfir flestar varnir. Við þurfum að vera klárir í það.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira