„Einar er ógeðslega góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 13:01 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sjö skotum gegn Serbum og þar á meðal jöfnunarmarkið í lok leiks. VÍSIR/VILHELM „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti