„Ég er enginn dýrlingur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:31 Vinicius Junior fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Yasser Bakhsh Vinícius Júnior var allt í öllu þegar Real Madrid fór illa með Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi en Real liðið vann leikinn á endanum 4-1. Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius. Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius.
Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira