Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 12:30 Gamli landsliðsmarkvörður Króatíu, Vlado Sola, þjálfar lið Svartfjallalands. getty/Peter Kneffel Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira